fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Bjarki Steinn og Óttar Magnús upp í efstu deild á Ítalíu

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 21:58

Leikmenn Venezia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venezia er komið upp í efstu deild á Ítalíu eftir seinni leikinn í umspilinu gegn Cittadella. Leikurinn í kvöld endaði með 1-1 jafntefli liðanna, en fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir Venezia.

Cittadella komst yfir á 26. mínútu með marki frá Federico Proia eftir stoðsendingu frá Manuel Iori.

Tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda þegar Pasquale Mazzocchi fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni og þar með rautt spjald. Aftur dró til tíðinda á 70. mínútu þegar Mattia Aramu, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, fékk beint rautt spjald og Venezia þá í vondum málum, tveimur færri.

Allt benti til framlengingar en í lok uppbótartíma jafnaði Ricardo Bocalon metin og tryggði Venezia þar með sæti í Seria A með ótrúlegum hætti.

Tveir Íslendingar eru í herbúðum Venezia, Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkarson. Bjarki Steinn spilaði um tíu mínútur í fyrri leik liðanna en sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld. Óttar Magnús spilaði síðast leik 2. apríl en hann er að glíma við meiðsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög