fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Villarreal er Evrópudeildarmeistari árið 2021 – Ótrúleg vítaspyrnukeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 21:59

Leikmenn Villarreal fagna í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villarreal er sigurvegari Evrópudeildarinnar árið 2021 eftir sigur á Manchester United í vítaspyrnukeppni.

Gerard Moreno kom Villarreal yfir á 29. mínútu leiksins. Hann kom boltanum þá í netið eftir aukaspyrnu Daniel Parejo. Man Utd hafði verið meira með boltann á þessum tímapunkti leiksins en ekki ógnað marki andstæðinga sinna mikið. Staðan var 1-0 eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.

Edinson Cavani jafnaði metin fyrir Man Utd eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Boltinn hrökk þá fyrir hann eftir að Scott McTominay hafði komið fætinum inn í skot Marcus Rashford. Cavani var fljótur að átta sig og kom boltanum í netið. 1-1.

Leikmenn Man Utd voru klárlega ferskari aðilinn á vellinum eftir þetta og voru líklegra liðið til að finna sigurmark í venjulegum leiktíma. Allt kom þó fyrir ekki og því þurfti að framlengja.

Mynd/Getty

Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Í henni virtist enginn ætla að klúðra. Það var ekki fyrr en David De Gea klikkaði á elleftu spyrnu Man Utd að úrslitin réðust. Þá höfðu allir aðrir leikmenn tekið spyrnu í vítaspyrnukepnninni. Villarreal vann vítaspyrnukeppnina 11-10! Þetta var lengsta vítaspyrnukeppni í sögu Evrópukeppna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina