Sergio Aguero er að yfirgefa Manchester City eftir áratug í herbúðum félagsins, framherjinn frá Argentínu hefur átt stóran þátt í að skrifa sögu félagsins.
Aguero sem er 32 ára gamall mun ganga í raðir Barcelona á næstu dögum en árunum tíu á Bretlandi hefur Aguero ekki bara skorað innan vallar.
Aguero er þekktur kvennabósi og hefur átt nokkrar kærustur í gegnum árin sem enska götublaðið The Sun skoðaði. Aguero er markahæsti leikmaður í sögu Manchester City.
Aguero mun leika sinn síðasta leik fyrir City á laugardag er liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu.
Aguero gifti sig inn í Maradona fjölskylduna en Gianina og Aguero eignuðust saman barn árið 2009 þegar Aguero var enn í herbúðum Atletico Madrid. Leiðir skildu árið 2012 en sagt var að Aguero hafi fengið nóg af lífsstíl Gianina sem vildi alltaf vera úti á lífinu.
Ein af frægari söngkonum í Argentínu var næsta kærasta Aguero aðeins nokkrum mánuðum eftir skilnað. Karina fékk það óþvegið frá Gianina Maradona sem fór að saka hana um ýmislegt misjafnt, meðal annars var dóttir Karina sökuð um að hafa ráðist á Benjamin son Gianina og Aguero. Aguero reyndi að stilla til friðar en sambandið sprakk á endanum
Aguero mætti á næturklúbbi í Los Angeles á 30 milljóna króna jeppa með Zoe. Konan sem vekur athygli fyrir flott húðflúr sín var unnusta Aguero í stutta stund og nutu þau lífsins saman í Bandaríkjunum.
Í mars árið 2019 fóru að birtast myndir af Aguero og þessari bresku sjónvarpsstjörnu. Ward er í þáttunum Real Housewives of Cheshire sem er vinsæll þáttur í Bretlandi. Hún er dóttir Ashley Ward sem lék í ensku úrvalsdeildinni.
Samband þeirra vakti athygli en lifði ekki lengi og Aguero hélt áfram með líf sitt og það gerði Ward líka sem er nú í sambandi með Riyad Mahrez leikmanni Manchester City.
Nýjasta kærasta Aguero er 24 ára fyrirsæta sem mun flytja með honum til Barcelona. Samband þeirra hefur lifað í rúmt ár og virðist ástin blómstra hjá Aguero og fyrirsætunni