Liverpool ætlar ekki að hika við hlutina á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er félagið að ganga frá kaupum á Ibrahima Konate frá RB Leipzig. Frá þessu greina hinir ýmsu miðlar.
Kaupin hafa legið í loftinu síðustu vikur en nú þegar tímabilið er búið ætlar Liverpool að ganga frá öllu.
Konate hefur náð samkoulagi við Liverpool um kaup og kjör og mun hann skrifa undir fimm ára samning við félagið.
Konate fagnar 22 ára afmæli sínu í dag en Liverpool þarf að borga 35 milljónir evra fyrir varnarmanninn, slík klásúla er í samningi hans við Leipzig.
Konate er franskur varnarmaður en honum er ætlað að mynda öflugt par með Virgil van Dijk varnarmanni félagsins. Van Dijk er að jafna sig eftir meiðsli líkt og Joel Matip og Joe Gomez, erfitt hefur verið að treysta á Matip og Gomez síðustu ár vegna meiðsla.
Ozan Kabak sem var á láni hjá Liverpool á tímabilinu og er ólíklegt að Liverpool kaupi hann frá Schalke.