fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hálfleikur í lokaumferðinni – Svona er staðan eins og er

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 15:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hálfleikur í öllum leikjum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið þá er spennan í baráttunni um Evrópusætin.

Liverpool og Chelsea á leið í Meistaradeildina eins og staðan er

Sem stendur eru Liverpool og Chelsea að fara að fylgja Manchester-liðunum, City og United, í Meistaradeildina. Liverpool leiðir 1-0 gegn Crystal Palace á heimavelli með marki Sadio Mane. Chelsea er undir gegn Aston Villa 1-0 en er áfram á undan Leicester á markatölu. Leicester er að gera 1-1 jafntefli við Tottenham eins og staðan er núna.

West Ham með níu tær í Evrópudeildinni

West Ham er 2-0 yfir gegn Southampton og því allt útlit fyrir það að þeir tryggi sér sjötta sæti (Evrópudeildarsæti). Tottenham er að gera 1-1 jafntefli við Leicester. Þeir þurfa að vinna sinn leik og treysta á að West Ham tapi til þess að komast upp fyrir þá.

Erkifjendurnir berjast um Sambandsdeildarsætið

Tottenham er í sjöunda sæti (Sambandsdeildarsæti) eins og staðan er. Þeir eru einu stigi á undan Arsenal sem er að gera markalaust jafntefli við Brighton. Arsenal þarf að treysta á að Tottenham vinni ekki og á sama tíma ná inn sigurmarki gegn Brighton. Everton átti enn séns á sjöunda sætinu fyrir umferðina en þeir eru 2-0 undir gegn Man City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot