fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Lokaumferðin á Spáni: Atletico Madrid er spænskur meistari

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 18:06

Leikmenn Atletico Madrid fagna innilega. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atletico Madrid er spænskur meistari eftir sigur á Valladolid í dag. Huesca, Valladolid og Eibar fara niður um deild. Stærsti hluti lokaumferðarinnar fór fram í dag.

Atletico kom til baka og tryggði sér titilinn – Valladolid, Eibar go Huesca niður. 

Atletico Madrid lenti undir gegn Valladolid á 18. mínútu í dag. Þá skoraði Oscar Plano. Angel Correa jafnaði leikinn svo á 57. mínútu. Luis Suarez skoraði svo sigurmark Atletico tíu mínútum síðar. Það reyndist vera markið sem tryggði liðinu Spánarmeistaratitilinn. Valladolid er fallið úr deildinni.

Real Madrid vann sinn leik á sama tíma gegn Villareal. Það dugði þeim þó ekki vegna úrslitanna hjá nágrönnum þeirra. Yeremi Pino kom Villarreal yfir á 20. mínútu. Mörk Real komu svo bæði í lok leiks. Fyrst skoraði Benzema á 87. mínútu. Luka Modric gerði svo sigurmarkið í uppbótartíma. Svekkjandi fyrir Villarreal sem missir af Evrópusæti eftir þessi úrslit. Þeir geta þó unnið sér inn Meistaradeildarsæti ef þeir vinna Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag.

Þess má geta að Barcelona vann sinn leik í dag gegn Eibar 0-1 með marki Antoine Griezmann seint í leiknum. Börsungar ljúka keppni í þriðja sæti en Eibar fellur um deild. Huesca er einnig fallið eftir markalaust jafntefli við Valencia.

Sociedad í Evrópudeildina og Betis í Sambandsdeildina

Real Sociedad tryggði sér Evrópudeildarsæti með 0-1 sigri á Osasuna. Á sama tíma vann Real Betis Celta Vigo, 2-3. Þeir fara í nýju Evrópukeppnina, Sambandsdeildina.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu í sætunum sem skipta máli í La Liga 2020-2021.

Meistaradeildarsæti

Atletico Madrid, Real Madrid, Barcelona, Sevilla.

Evrópudeildarsæti

Real Sociedad.

Sambandsdeildarsæti

Real Betis

Fallsæti

Huesca, Real Valladolid, Eibar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“