fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: KR og Grótta með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR og Grótta unnu sína leiki í 3. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.

KR setti fjögur á Skagakonur

Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir á heimavelli gegn ÍA í kvöld eftir stundarfjórðung. Sigrún Eva Sigurðardóttir jafnaði fyrir Skagakonur skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.

Ingunn Haraldsdóttir kom heimakonum aftur yfir á 54. mínútu. Þær áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum í blálokin. Þriðja markið skoraði Kathleen Rebecca Pingel. Það fjórða gerði Laufey Björnsdóttir. Lokatölur í Vesturbænum urðu 4-1.

KR er með 6 stig eftir þrjá leiki. ÍA hefur 3 stig.

Eydís með þrennu er Grótta vann nýliðanna

Eydís Lilja Eysteinsdóttir gerði tvö mörk fyrir Gróttu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins á heimavelli gegn Grindavík. Christabel Oduro minnkaði muninn fyrir gestina á 16. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-1.

Eydís Lilja fullkomnaði svo þrennu sína með marki undir lok leiks. Lokatölur urðu 3-1.

Grótta er með 6 stig eftir þrjá leiki. Grindavík er með 2 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot