Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool í sumar ef marka má Dejan Lovren fyrrum samherja hans hjá félaginu. Salah og Lovren eru bestu vinir.
Salah hefur regluega verið orðaður við önnur félög og hefur hann meðal annars talað fallega um Real Madrid.
Lovren yfirgaf Liverpool síðasta sumar og gekk í raðir Zenit Pétursborgar í Rússlandi.
Lovren sagði í samtali við Sky Sports að Salah gæti yfirgefið Liverpool í sumar. „Ég get ekki talað fyrir hann en hann er með svipuð plön og ég hafði,“ sagði Lovren.
„Hann er einbeittur, það sést þegar hann skorar mörk. Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum.“
„Ég óska Salah alls hins besta, ég vona að hann vinni titla hjá Liverpool en breytingar gerast oft í fótboltanum.“