fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Besti vinur Salah segir möguleika á því að hann fari frá Liverpool í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah gæti yfirgefið Liverpool í sumar ef marka má Dejan Lovren fyrrum samherja hans hjá félaginu. Salah og Lovren eru bestu vinir.

Salah hefur regluega verið orðaður við önnur félög og hefur hann meðal annars talað fallega um Real Madrid.

Lovren yfirgaf Liverpool síðasta sumar og gekk í raðir Zenit Pétursborgar í Rússlandi.

Lovren sagði í samtali við Sky Sports að Salah gæti yfirgefið Liverpool í sumar. „Ég get ekki talað fyrir hann en hann er með svipuð plön og ég hafði,“ sagði Lovren.

„Hann er einbeittur, það sést þegar hann skorar mörk. Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum.“

„Ég óska Salah alls hins besta, ég vona að hann vinni titla hjá Liverpool en breytingar gerast oft í fótboltanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leeds horfir á tvo stóra bita

Leeds horfir á tvo stóra bita
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

,,Stuðningsmenn geta slakað á, ég verð hér áfram“

,,Stuðningsmenn geta slakað á, ég verð hér áfram“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid