fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Kynlífstækjasali 90 mínútum frá því að breyta 80 krónum í 2,2 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carl Edwards kynlífstækjasali í Birmingham situr og bíður með hjartað í buxunum eftir því að síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni fari fram.

Edwards lagði undir veðmál síðasta haust og setti 80 krónur undir, það gæti skilað honum 2,2 milljónum í vasann ef Atletico Madrid vinnur leik sinn um helgina.

Edwards setti veðmál hjá Coral veðbankanum í Bretlandi, hann setti 80 krónur á það að Manchester City yrði enskur meistari, að Hull, Norwich og Cheltenham myndu vinna sínar deildir á Englandi. Það hefur allt orðið að veruleika.

Nú er ljóst að Edwards vinnur 2,2 milljónir ef Atletico Madrid vinnur Real Valladolid í síðustu umferð og verður spænskur meistari.

„Ég fékk nánast hjartaáfall í leiknum gegn Barcelona hjá Atletico á dögunum. Ég er algjöra taugahrúga,“ sagði Edwards um málið.

Edwards á kynlífstækjaverslunina Direct Pleasure og hefur vegnað vel í þeim rekstri á tímum COVID. „Kynlífstækjasala hefur sprungið út í COVID, það hafa allir verið fastir heima hjá sér,“ sagði Edwards.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu

Valsmenn björguðu stigi í uppbótartíma – Halda góðu forskoti á Blika í baráttu um Evrópu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld

Ballon d’Or-verðlaunahátíðin fer fram í kvöld