Roy Hodgson stjóri Crystal Palace lætur af störfum eftir helgi þegar síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram.
Hodgson sem er 73 ára gamall hættir þá störfum hjá Palace en samningur hans við félagið er senn á enda.
Frank Lampard fyrrum stjóri Chelsea er sterklega orðaður við félagið og gæti hann tekið við af Hodgson.
Hodgson er elsti stjóri deildarinnar en hann hefur átt langan og farsælan feril, talið er að hann hætti í þjálfun eftir síðata leik sinn með Palace.
Hodgson var þjálfari enska landsliðsins árið 2016 þegar liðið fékk skell gegn litla Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi.
After nearly four years of managing his boyhood club, Roy Hodgson will be stepping down as our manager at the end of this season.
Thank you for everything, Roy ❤️💙
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 18, 2021