fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Dramatík og rifrildi í Keflavík – Fullyrt að Eysteinn hafi ekki mætt til vinnu í nokkra daga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík fer ekki vel af stað í efstu deild karla en liðið er með þrjú stig eftir fjórar umferðir, Keflavík er komið aftur upp í deild þeirra bestu en liðinu hefur vegnað illa í efstu deild undanfarin ár.

Gengi Keflavíkur var til umræður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en þar var fullyrt að mikill ágreiningur hafi verið í þjálfarateymi liðsins í aðdraganda mótsins. Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eru þjálfarar liðsins.

„Ég heyrði fyrir mót og þegar mótið var að byrja að það væri núningur í klefanum Í Keflavík,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins er búsettur í Reykjanesbæ og kafaði ofan í málið fyrir þátt. „Það var pirringur í þjálfarateyminu, Eysteinn og Siggi lentu upp á kant. Það var pirringur í nokkra daga en það var svo leyst,“ sagði Hrafnkell.

Hrafnkell segir að Eysteinn hafi ekki mætt til starfa í nokkra daga eftir rifrildi þeirra. „Þetta var 5-10 dögum fyrir mót. Það var bullandi dramatík, ég held að Eysteinn hafi ekki mætt í 4-5 daga á æfingar. Þið getið séð það á fundinum fyrir mót að Eysteinn var ekki mættur

Kristján Óli Sigurðsson gagnrýndi Sigurð Ragnar fyrir viðtal hans eftir tap gegn KA í gær. „Viðtalið við hann í gær var skrýtið, hann var að urða yfir sína menn fyrir að vera að tuða og gul spjöld. Ég myndi ræða þetta við leikmennina en ekki í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli