Samkvæmt enskum blöðum í dag hefur Liverpool ekki gefið upp þá von um að krækja í Jadon Sancho kantmann Borussia Dortmund í sumar.
Jurgen Klopp hefur lengi fylgst með Sancho og telur að hann geti styrkt Liverpool mikið.
Samkeppnin um Sancho er samt mikil en bæði Manchester United og Chelsea hafa mikinn áhuga,
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, er sagður bjartsýnni en aldrei fyrr um að komast til Manchester United í sumar. Eurosport greinir frá þessu.
Englendingurinn hefur verið orðaður við Man Utd reglulega síðan 2018. Hingað til hefur félagið þó ekki ná að uppfylla þau skilyrði sem Dortmund setur, bæði þegar kemur að verðmiða og lokadagsetningu sem þýska félagið gefur út svo það hafi tíma til að fylla skarð leikmannsins.
Nú er hins vegar talið að verðmiðinn á leikmanninum sé töluvert lægri en hann hefur áður verið. Því eru Sancho og hans fulltrúar bjartsýnir á það að leikmaðurinn komist til Manchester.