fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo vinalaus – Fékk frí í vikunni til þess að kaupa sér Ferrari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 11:00

Ronaldo í verksmiðju Ferrari á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er einangraður í búningsklefa Juventus og á ekki neina vini á meðal liðsfélaga sinna. Þetta kemur fram í fréttum dagsins.

Ronaldo skoraði sitt 100 mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á Sassuolo í gær en með sigrinum á Juventus enn veika von á sæti í Meistaradeildinni.

Í fréttum dagsins kemur fram að leikmenn Juventus hafi fengið nóg af því að Ronaldo fái sérmeðferð og þurfi ekki að leggja á sig sömu vinnu og aðrir.

Á mánudaginn þurftu allir leikmenn Juventus að mæta til æfinga eftir slæmt tap gegn Milan daginn áður, Ronaldo fékk hins vegar frí til þess að fara og kaupa sér Ferrari bíl. Ronaldo fór í verksmiðju Ferrari í Maranello.

Með Ronaldo í för voru Andrea Agnelli forseti Juventus og hefur þessi ferð pirrað marga leikmenn Juventus. Ronaldo keypti sér Ferrari Monza bíl sem kostar 1,4 milljón punda eða tæpar 250 milljónir íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“