fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Gummi Ben um hegðun Octavio á Dalvík í gær: „Vonandi er hann mest reiður sjálfum sér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 09:00

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Octavio Paez, leikmaður Leiknis Reykjavík, fékk verðskuldað beint rautt spjald í 3-0 tapi gegn KA í gær. Brotið var ansi ljótt. Paez fór, undir lok leiks, í glórulausa tveggja fóta tæklingu Kára Gautasyni á vallarhelmingi KA þegar lítið var um að vera. Brotið leit ansi illa út en leikurinn fór fram á Dalvík.

Myndbrot af atvikinu hefur verið birt á Twitter. Undir færsluna skrifar einn notandi ,,Þetta er líkamsárás.“ Það lýsir brotinu þokkalega vel.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið.

Rætt var um málið á Stöð2 Sport í gær. „Þetta var það sem hann ákvað að koma með að borðinu, þetta er eins mikið rautt og það verður. Hann fær að hvíla sig í næstu umferð og kannski eitthvað meira. Vonandi mest reiður sjálfum sér,“ sagði Guðmundur Benediktsson um málið.

Reynir Leósson var sérfræðingur í setti og hafði þetta að segja. „Það má engu muna þarna, þetta vill enginn sjá. Þarna ertu að fara inn til að meiða einhvern illa“

Jón Þór Hauksson fyrrum landsliðsþjálfari veit ekki hvað Octavio gekk til. „Staðan er 3-0 fyrir KA og eru átta mínútur, hvað gekk honum til? Þetta er hræðilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi