fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Benedikt skoðar krísuna í Kópavogi og stöðu dómara – „Djöfull ertu heimskur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fór yfir íslenska fótboltann í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær. Rætt var um stöðuna í Garðabæ og hvað Stjarnan gerir nú þegar Rúnar Páll Sigmundsson er horfinn á braut.

Benedikt fór einnig ofan í vandræði Breiðabliks, eftir að hafa verið spáð titlinum hefur Breiðablik byrjað mótið illa. Liðið fékk skell gegn KR í fyrstu umferð og rétt bjargaði svo stigi gegn Leikni um liðna helgi.

„Óskar er of góður þjálfari, hann er búinn að drilla liðið sitt of vel og of mikið. Þetta er vélmenna-fótbolti, þeir vilja láta hverja einustu sókn líta vel út á blaði eða í leikgreinginu. Það er ekkert frjálsræði, það er engin sköpunargleði,“ sagði Benedikt um vanda Breiðabliks.

Djöfull ertu heimskur:

Benedikt ræddi einnig dómgæsluna í upphafi móts og snerti á nokkrum atriðum, eitt af þeim atriðum var rauða spjaldið sem Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals fékk gegn FH á sunnudag.

„Mér fannst skrýtið spjaldið á Hauk Pál, það er verið að refsa Hauki fyrir eitthvað sem Jónatan gerir ólöglega. Ólöglegi hluturinn er verðlaunaður með hinu,“ sagði Benedikt en Haukur Páll sparkaði í Jónatan.

Benedikt er einnig efins um rautt spjald sem Unnar Steinn Ingvarsson leikmaður Fylkis fékk í fyrstu umferð gegn FH. Erlendur Eiríksson var dómari leiksins.

„Fyrra gula spjaldið á Unnar Steinn í fyrstu umferð gegn FH, ég gat ekki séð að það væri spjald. Í seinna spjaldinu þá held ég að Erlendur hafi hugsað með sér: „Djöfull ertu heimskur“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Í gær

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Í gær

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“