fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Willian skipti um lið – ,,Eins og leikmaður Chelsea í búningi Arsenal“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 18:31

Willian í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Hudson, sem lék á sínum tíma með Chelsea, Arsenal og Stoke City á Englandi, segir að Willian hafi eingöngu farið frá Chelsea til Arsenal svo hann gæti spilað með David Luiz, varnarmanni liðsins.

Willian, sem átti virkilega góða tíma hjá Chelsea, hefur engan veginn fundið sig hjá Arsenal frá því hann kom til liðsins fyrir tímabilið.

,,Hann flutti einungis á milli liða í Lundúnum af því að besti vinur hans (Luiz) er þar,“ sagði Hudson. ,,Frá fyrsta degi hefur hann litið út eins og leikmaður Chelsea í búningi Arsenal. Þú getur séð á líkamstjáningu hans að hann er í röngum hluta Lundúna.“

Arsenal leikur þessa stundina gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni. Willian er í byrjunarliðinu. Luiz er að glíma við meiðsli og er ekki með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur