fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Óviss Sancho má fara fyrir tæpar 80 milljónir – Þetta eru ensku liðin þrjú sem hafa áhuga

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 13:30

Jadon Sancho Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, vildi ekkert gefa upp um framtíð sína í viðtali eftir sigur liðsins á RB Leipzig í gær. Manchester United, Liverpool og Chelsea hafa áhuga á leikmanninum sem gæti farið ef tilboð upp á tæpar 80 milljónir punda kemur á borðið.

Sancho hefur staðið sig virkilega vel undanfarið í liði Dortmund sem er í hörkubaráttu um Meistaradeildarsæti. Hann skoraði til að mynda tvisvar í gær.

,,Mun ég yfirgefa liðið? Ég veit það ekki. Ég er mjög ánægður hjá Dortmund eins og er. Ég elska félagið og stuðningsmennina. Hér fékk ég mína fyrstu byrjunarliðsleiki í atvinnumennsku,“ sagði Sancho.

Hann var sterklega orðaður við Manchester United allt síðasta sumar. Það varð þó ekkert að félagaskiptum þangað vegna þess að fresturinn sem Dortmund gaf United til að kaupa hann rann út. Þá gat enska liðið ekki mætt verðmiðanum á leikmanninum. Hann hljóðar upp á 110 milljónir punda.

Nú er talið að Liverpool og Chelsea ætli að blanda sér í kapphlaupið um leikmanninn. Samkvæmt Sportsmail hefur Sancho gert heiðursmannasamkomulag við Dortmund um það að fá að fara ef eitthvað lið býður 78 milljónir punda, eða meira, í sumar. Áfram mun hugsanlegur kaupandi þurfa að ganga frá kaupunum innan tímaramma sem þýska liðið gefur. Þetta gera þeir til þess að hafa tíma til að fylla í hans skarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni