fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Gylfi og Alexandra urðu foreldrar í vikunni – Stúlkan fékk nafnið Melrós Mía

433
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson besti knattspyrnumaður Íslands og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. Frá þessu greinir Alexandra á Instagram síðu sinni.

Stúlkan kom í heiminn á miðvikudag og hefur fengið nafnið Melrós Mía Gylfadóttir.

Gylfi og Alexandra hafa verið saman um langt skeið en þau gengu í hjónaband sumarið 2019 en brúðkaupið var haldið á Ítalíu.

Gylfi Þór og Alexandra höfðu í nokkur ár reynt að eignast barn og hafði Gylfi Þór rætt um það. „Það er ekkert smá mikil spenna, við erum búin að reyna þetta í einhver sex ár og loksins gekk þetta. Þetta mun breyta lífinu,“ sagði Gylfi í viðtali við okkur á dögunum.

Gylfi og Alexandra búa á Englandi þar sem þau stjana nú við nýjasta fjölskyldumeðliminn en Gylfi leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni