fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Flottur seinni hálfleikur Man Utd skóp sigurinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Manchester United í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn tóku forystuna en gestirnir sneru leiknum svo sér í vil.

Bertrand Traore kom Villa yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Þá lék hann á Victor Lindelof og skoraði með góðu skoti. Man Utd átti ekki góðan fyrri hálfleik og verðskulduðu að vera 1-0 undir í hálfleik.

Þeir fengu þó vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Douglaz Luiz braut þá á Paul Pogba innan teigs. Bruno Fernandes skoraði örugglega úr spyrnunni. 1-1.

Stuttu síðar höfðu gestirnir snúið leiknum sér í vil. Þá skoraði Mason Greenwood. Hann tók skemmtilegan snúning framhjá Tyrone Mings áður en hann afgreiddi boltann í markið.

Edinson Cavani gulltryggði sigur United þegar hann skoraði með skalla á 87. mínútu. Marcus Rashord gaf flotta fyrirgjöf á hann.

Undir lok leiks fékk Ollie Watkins, framherji Aston Villa, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Meira var þó ekki skorað. Lokatölur urðu 1-3.

Rauðu djöflarnir eru í öðru sæti deildarinnar með 70 stig. Aston Villa er í því ellefta með 48 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag