fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Dunk fór frá því að vera hetja í skúrk er Wolves vann Brighton

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 12:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves tók á móti Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn unnu eftir sigurmark í blálokin.

Úlfarnir fóru betur af stað í leiknum en það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna eftir tæpan stundarfjórðung. Þá skoraði Lewis Dunk með skall eftir hornsspyrnu. Í kjölfarið tók Brighton stjórnina á leiknum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk markaskorarinn, Dunk, rautt spjald. Hann reif Fabio Silva þá niður er sá síðarnefndi var að sleppa í gegn.

Eins og við var búist þá breytti þetta leiknum og heimamenn sóttu meira. Þeim tókst svo að jafna þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá skoraði Adama Traore eftir samspil við Silva. 1-1.

Sigurmark Wolves kom svo í blálokin þegar Morgan Gibbs-White kom boltanum í netið. Hann fylgdi þá eftir eigin skoti og skoraði í annari tilraun. Lokatölur 2-1.

Wolves er í 12. sæti deildarinnar með 45 stig. Brighton er í 15.sæti, ekki sloppnir við fall tölfræðilega séð en eru þó 10 stigum fyrir ofan hættusvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans