fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Daníel Leó og félagar mæta Oxford í umspilinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 13:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Leó Grétarsson var ekki með Blackpool í sigri liðsins gegn Bristol Rovers ensku C-deildinni í dag. Liðið tryggði sér þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Öll lokaumferðin í deildinni var leikin í dag.

Ellis Simms skoraði eina mark Blackpool þegar stundarfjórðungur lifði leiksins. Daníel Leó hefur verið að glíma við meiðsli og spilaði ekki í dag.

Blackpool lýkur keppni í deildinni í þriðja sæti og fer í umspil. Þar mæta þeir Oxford í tveggja leikja einvígi. Í hinu umspilseinvíginu mætast Sunderland og Lincoln. Sigurvegararnir úr leikjunum mætast svo í hreinum úrslitaleik um sæti í Championship-deildinni á næsta tímabili.

Hull og Peterborough höfðu þegar tryggt sér sæti í Championship fyrir leiki dagsins. Rochdale, Northampton, Swindon og Bristol fara niður í D-deildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur