fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

,,City og Chelsea eru í úrslitum af því þau eiga peninga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 11:34

Stan Collymore. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stan Collymore, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og nú sparkspekingur, skrifaði grein í Mirror morgun þar sem hann fjallar um úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Chelsea og Manchester City. Leikurinn fer fram í lok mánaðarins. Hann skrifar meðal annars um það að ekki megi gleyma því að félögin hafi keypt sér þennan frábæra árangur.

,,Það verður að hrósa Man City og Chelsea fyrir það að hafa komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ skrifaði Collymore í upphafi greinarinnar.

Chelsea sigraði Real Madrid í undanúrslitaleik sínum á meðan City lagði Paris Saint-Germain.

,,Ég elska enska knattspyrnu og ég myndi alltaf vilja sjá tvö ensk lið berjast um þennan titil frekar en lið frá öðrum löndum. Það skyggir hins vegar á ánægju mína hversu mikið ég hata að sjá titla vera keypta. Hvernig sem við setjum það upp þá er ekki hægt að horfa framhjá því að City og Chelsea eru í úrslitunum af því þau eiga peninga, mikið af þeim.“

Collymore skrifar einnig um það hversu frábært það var að sjá Liverpool, Nottingham Forest og Aston Villa verða Evrópumeistarar á tímanum þegar hann ólst upp. Þar hafi lið verið byggð upp á skipulagðan hátt yfir langan tíma.

,,Í dag kallast það árángur yfir nokkurra ára tímabil eyða einfaldlega milljarði punda, eins og Manchester City,“ skrifaði Collymore að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt