fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Arteta verður áfram – Fær fjármagn til styrkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mun ekki reka Mikel Arteta, stjóra liðsins, þrátt fyrir versta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni síðan 1995. Ekki strax í það minnsta. Stjórinn mun fá fjármagn til að styrkja liðið í sumar. Mirror greinir frá þessu.

Arteta hefur legið undir mikilli gagnrýni í kjölfar þess að Arsenal féll úr leik í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn Villarreal á fimmtudag. Hann mun hins vegar fá tækifæri til að fá inn betri leikmenn í sumar og fara af stað inn í nýtt tímabil með liðið.

Arteta hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal í 18 mánuði. Hann tók við liðinu af Unai Emery, sem er einmitt stjóri Villarreal. Gengi liðsins í deildinni hefur aðeins farið aftur á við síðan þá. Arsenal endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Nú eru Skytturnar í því níunda og eru ekki líklegir til að klifra mikið hærra.

Árið 1995 endaði Arsenal í 12. sæti deildarinnar. Útlit er fyrir að árángurinn á þessari leiktíð verði sá versti síðan þá.

Fari Arteta af stað með liðið inn í næsta tímabil er ljóst að lítil þolinmæði verður á meðal stuðningsmanna Arsenal. Gengið þarf að batna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur