fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Solskjær öskureiður yfir álaginu næstu daga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 10:15

Mynd: Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United er allt annað en sáttur með forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa sett þrjá leiki á leikmenn United frá sunnudegi til fimmtudag.

United lék gegn Roma í Evrópudeildinni í gær og mætir svo Aston Villa á sunnudag, á þriðjudag á liðið erfiðan leik gegn Leicester og á fimmtudag mætir liðið Liverpool.

Leikurinn gegn Liverpool átti að fara fram síðasta sunnudag en kröftug mótmæli á Old Trafford urðu til þess að lögreglan tók fyrir það að leikurinn færi fram.

„Ég hef aldrei séð þetta áður, þetta er sett upp af fólki sem hefur aldrei spilað fótbolta á þessu getustigi,“ sagði Solskjær ósáttur.

„Þetta er líkamlega ómögulegt fyrir leikmennina okkar, við fáum ekki góð spil í hendurnar. Við þurfum allan hópinn í þessa leiki, það er stuttur tími til að undirbúa leikina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag