fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 09:10

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti gríðarlega athygli á miðvikudag þegar Rúnar Páll Sigmundsson ákvað að segja upp starfi sínu sem þjálfari Stjörnunnar. Rúnar hafði stýrt Stjörnunni frá árinu 2013 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2014.

Það er gangur lífsins að þjálfarar séu reknir eða segi upp starfi sínu en tímasetningin á uppsögn Rúnars vekur verulega athygli. Stjarnan hafði spilað einn leik í efstu deild karla, liðið gerði þá markalaust jafntefli við Leikni. Rúnar lætur ekki ná í sig til að útskýra málið og stjórn Stjörnunnar segir lítið.

Uppsögn Rúnars kom öllum í opna skjöldu, þeim sem stjórna félaginu og ekki síst leikmönnum. Leikmenn Stjörnunnar voru grunlausir um að Rúnar væri að fara að segja upp störfum, Rúnar stýrði æfingu liðsins á þriðjudag ásamt Þorvaldi Örlygssyni sem tekur við liðinu.

„Það sem maður heyrði er að stjórn Stjörnunnar hefði kallað hann á fund eftir leikinn gegn Leikni og sagt að honum að hann hefði ekki mátt skipta Sölva inná. Það var kornið sem fyllti mælirinn,“ sagði Hugi Halldórsson stjórnandi í hlaðvarpsþættinum, The Mike Show.

Sölvi Snær Guðbjargarson ungur kantmaður liðsins er maðurinn sem Hugi nefnir, hann verður samningslaus í haust en Breiðablik hefur boðið honum samning fyrir næstu leiktíð. Málið hafði farið illa í Rúnar Pál sem blés af æfingaleik rétt fyrir mót við Breiðablik, vegna málsins.

Fleiri mál höfðu komið upp á milli stjórnar og Rúnars. „Ef þetta er rétt þá er þetta helvíti hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn. Stjórnin á aldrei að skipta sér af því,“ sagði Sigurður Gísli Snorrason í þætti gærdagsins.

Mikael Nikulásson hefur reynslu úr þjálfun og hafði þetta að segja. „Ég hef sjálfur verið að þjálfa, ef einhver úr stjórninni ætlaði að segja mér hver mætti koma inn og hver ekki þá myndi ég labba út líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“