fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Haukar unnu nágrannaslaginn – Markaregn á örfáum mínútum í Víkinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 22:00

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir stýrði Haukum í sínum fyrsta leik í Lengjudeildinni sem aðalþjálfari í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heil umferð var spiluð í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Nóg var um mörk í leikjunum fimm.

Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn 

Haukar tóku á móti FH í stórleik umferðarinnar. Berglind Þrastardóttir kom Haukum yfir snemma leiks. Hildur Karítas Gunnarsdóttir tvöfaldaði svo forystuna með frábæru skoti fyrir utan teig. FH klóraði í bakkann í seinni hálfleik með marki úr víti.

Augnablik með sigur á KR

Svana Rún Hermannsdóttir kom KR yfir í Kópavogi eftir rúmar 10 mínútur af seinni hálfleik. Viktoría París Sabido jafnaði stuttu síðar áður en Harpa Helgadóttir kláraði leikinn svo fyrir Augnablik á 79. mínútu.

Grótta kom til baka á heimavelli gegn ÍA

Védís Agla Reynisdóttir kom Skagastúlkum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan í hálfleik 0-1. Eftir tæpan klukkutíma leik jafnaði Tinna Jónsdóttir fyrir Gróttu. María Lovísa Jónasdóttir skoraði svo sigurmark heimakvenna í lok leiks.

Kristín Erna með þrennu í markajafntefli í Víkinni

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom Víkingum yfir strax á fjórðu mínútu gegn HK. Gestirnir jöfnuðu þó nokkrum mínútum síðar með marki frá Ragnheiði Köru Hólm Örnudóttur. Kristín skoraði aftur í byrjun seinni hálfleiks og kom heimastúlkum yfir. María Lena Ásgeirsdóttir svaraði þá strax hinum megin fyrir HK. Staðan orðin 2-2. Kristín gerði sér þá lítið fyrir og kom Víkingi aftur yfir strax tveimur mínútum síðar áður en Ragnheiður Kara gerði sitt annað mark aðeins nokkrum sekúndum síðar. Ótrúlegar mínútur! Lokatölur urðu 3-3.

Jafnt í Mosfellsbæ

Afturelding tók á móti Grindavík. Lokatölur urðu 2-2. Því miður vantar upplýsingar um markaskorara í leiknum að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið