fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Kallar eftir rannsókn – Tveimur var sagt að fokka sér í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 10:00

Mauricio Pochettino. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mancester City hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið tók í gær á móti PSG og endaði leikurinn með öruggum 2-0 sigri heimamanna. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir Manchester City og vinnur City því 4-1 samanlagt. Heimamenn spiluðu virkilega vel í gær, þeir voru öruggir varnarlega og hættulegir sóknarlega. Á 8. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir PSG en eftir að hafa skoðað atvikið með hjálp VAR var það tekið til baka. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Mahrez City yfir. Þar fylgdi hann á eftir skoti Kevin DeBruyne.

Mahrez tvöfaldaði forystu City eftir 64 mínútur eftir laglegan undirbúning Kevin DeBruyne og Phil Foden. Angel Di Maria fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og klúðraði þar með endanlega möguleikum sinna manna. Hann ýtti Fernandinho í pirringi og sparkaði í hann og reif dómarinn strax upp spjaldið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og öruggur sigur City staðreynd.

Að leik loknum var mikil reiði í leikmönnum og starfsmönnum PSG, Mauricio Pochettinho stjóri PSG segir að Björn Kuipers dómari leiksins haf sagt tveimur leikmönnum sínum að „fokka sér“.

„Leikmennirnir hafa sagt frá þessu, við verðum að trúa því sem þeir segja,“ sagði Pochettinho en bæði Marco Verratti og Leandro Paredes hafa kvartað undan Kuipers eftir leikinn.

„Það mikilvægasta núna er samt að við komumst ekki í úrslitaleikinn, ég heyrði ekkert frá hliðarlínunni. Það væri eðlilegast að UEFA myndi rannsaka þetta mál bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Í gær

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s