fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Þögguðu niður í honum í beinni útsendingu og skiptu yfir í auglýsingar í miðri eldræðu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þaggað var niður í íþróttafréttamanninum Jon Champion á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN í gær eftir að hann benti á ástæðurnar fyrir því að stuðningsmenn Manchester United væru að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu.

Champion, var ásamt Taylor Twellmann, fyrrum landsliðsmanni Bandaríkjanna í setti. Taylor benti á það hvernig íþróttafélög í Bandaríkjunum eru rekin sem gróðastarfsemi(e.franchise), á þeim tímapunkti greip Champion, sem er frá Bretlandi, fram í fyrir honum.

„Ekki nefna þetta orð við mig, ég hata þetta orð vegna þess að við setjum það ekki í sama samhengi þegar að við tölum um íþróttafélög í Evrópu. Þetta eru félög með hjarta, ekki gróðastarfsemi,“ sagði Champion í beinni útsendingu.

Hann hélt síðan áfram, talaði um eignarhald Glazer fjölskyldunnar á Manchester United og hvernig eigendurnir hefðu dælt skuldum á félagið og hafi ekki sýnt minnstu merki þess að þykja vænt um félagið.

Eldræða Champion hélt áfram þar til að stöðin ákvað á endanum að þagga niður í honum og skipta yfir í auglýsingar. Stjórnendur ESPN segja þetta hafa gerst sökum tæknilegra vandamála.

Ekki er ljóst hvort þaggað hafi verið í Champion vegna skoðana hans á muninum á milli bandarískra og evrópskra félaga eða vegna gagnrýni hans á Glazer-fjölskylduna sem kemur frá Bandaríkjunum líkt og ESPN. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Í gær

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð