fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn skrifuðu opið bréf til eigandans eftir mótmælin – Fær frest fram á föstudag

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 15:00

Joel Glazer og Avram Glazer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United Supporters Trust, stuðningsmannahópur Manchester United, hefur skrifað og birt opið bréf sem er ætlað Joel Glazer, eiganda félagsins eftir mótmæli gærdagsins.

Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford í gær með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.

Í dag birtist síðan bréf frá stuðningsmannahópnum til Joel Glazer.

„Við viljum vera skýr með að enginn vill sjá þá hluti sem áttu sér stað í gær á Old Trafford endurtaka sig. Við erum stuðningsmenn félagsins og viljum styðja okkar lið. Við viljum ekki eyða frídögum okkar í að mótmæla fyrir utan heimavöll okkar. Þetta er hins vegar staðan eftir 16 ára eignarhald fjölskyldu þinnar þar sem félagið hefur verið keyrt í skuldafen og hefur hrakað,“ stendur meðal annars í opnu bréfi stuðningsmannahópsins til Joel Glazer.

Stuðningshópurinn krefst þess að Joel Glazer bregðist við fjórum atriðum til þess að bæta samskipti eigendanna við stuðningsmenn félagsins:

  1. Eigendur félagsins taki þátt í framtaki breskra stjórnvalda sem miðar að því að endurskoða umhverfi knattspyrnunnar þar í landi út frá sjónarhorni stuðningsmanna. Stuðningshópurinn sér þetta sem tækifæri til þess að stokka upp í eignarhaldi félagsins þar sem stuðningsmenn fái stærri hlut í ákvarðanatöku.
  2. Stuðningshópurinn vill að sjálfstæður aðili fái sæti í stjórn félagsins til að standa vörð um hagsmuni félagsins sem knattspyrnufélags, ekki hagsmuni fjárfesta sem eigi hlut í félaginu.
  3. Hópurinn vill að Glazer-fjölskyldan vinni meira með stuðningsmönnum félagsins og að stuðningsmönnum verði leyft að kaupa meiri hlut í félaginu, sé það þeirra vilji, þangað til að Glazer-fjölskyldan ætti minnihluta í því eða yrði keypt út.
  4. Eigendurnir heiti því að upplýsa ársmiðahafa á Old Trafford um allar stórar breytingar á félaginu í framtíðinni, meðal annars varðandi þær keppnir sem liðið tekur þátt í.

Stuðningshópurinn krefst þess að Glazer svari þessu opna bréfi fyrir föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga