fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben vill sjá þennan hóp fá forgang á meðan takmarkanir gilda

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 12:30

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi-Max stúkunnar á Stöð 2 Sport, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni um 1. umferð Pepsi-Max deildar karla sem fór fram um helgina.

Takmarkaður fjöldi áhorfenda má mæta á leiki í Pepsi-Max deildinni sökum takmarkana sem eru í gildi vegna Covid-19 faraldursins.

Samkvæmt núverandi reglugerð mega að hámarki 200 áhorfendur vera á hverjum leik og skal þeim vera skipt upp í tvö sóttvarnarhólf.

Guðmundur var spurður út í þessar takmarkanir í viðtalinu í Bítinu á Bylgjunni.

„Ég held að það sé búið að vera nánast uppselt á alla leikina þar sem að þetta eru allt að 200 manns sem mega mæta á þessa leiki. Mér finnst að það eigi að vera einhvað samkomulag um að það eigi bara að vera háværasta fólkið sem sé í stúkunni,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í Bítinu á Bylgjunni.

Núverandi sóttvarnarreglur gilda til 5. maí næstkomandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til næstu sóttvarnaraðgerðir sem myndu þá taka gildi í kjölfarið. Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri áhorfendur geti mætt á leiki í næstu umferð Pepsi-Max deildarinnar eftir að nýjar reglur taka gildi.

Hlusta má á viðtalið við Guðmund Benediktsson hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning