fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi-Max deildin: Vesturbæjarstórveldið mætir í Kópavoginn – Nýliðarnir heimsækja Víkinga

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 09:37

/ Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla í kvöld. Víkingur Reykjavík fær nýliða deildarinnar Keflavík í heimsókn í Fossvoginn og á Kópavogsvelli fer fram stórleikur umferðar þegar Breiðablik tekur á móti KR.

Breiðablik er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið í deildinni í ár og það lið sem flestir spá að geti veitt Íslandsmeisturum Vals samkeppni á tímabilinu um Íslandsmeistaratitilinn.

Blikar fá hins vegar verðugt verkefni í fyrsta leik þegar að KR-ingar mæta í heimsókn, það er alltaf krafa um titil hjá KR sem vill án efa byrja mótið af krafti. Vesturbæjarstórveldinu svokallaða hefur gengið vel á Kópavogsvellinum síðastliðin tvö tímabil. Leik liðanna í fyrra endaði með 2-0 sigri KR og árið þar áður vann KR 2-1 sigur.

Ljóst er að hart verður barist á Kópavogsvelli en leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.

Á Víkingsvelli taka heimamenn í Víkingi Reykjavík á móti nýliðum deildarinnar, Keflavík. Ljóst er að um áhugaverðan leik er að ræða en Keflavík mætir til leiks með sterkt lið sem er þvert á hefðina ekki spáð falli, en það er einmitt oftast raunin með nýliða í deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband