fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

KR endurtók leikinn frá í fyrra og tók þrjú stig heim í Vesturbæinn af Kópavogsvelli

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 21:07

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti KR í 1. umferð Pepsi-Max deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri KR en leikið var á Kópavogsvelli.

KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu hreinlega fyrstu mínútur leiksins, ógnuðu marki Blikana í nokkur skipti á fyrstu tíu mínútunum.

Óskar Örn Hauksson kom síðan KR yfir með bylmingsskoti fyrir utan vítateig Breiðabliks á 11. mínútu og staðan orðin 1-0 fyrir KR.

KR-ingar slökuðu ekkert á eftir fyrsta markið, pressuðu Blikana hátt á vellinum og á 15. mínútu bætti Kennie Chopart við öðru marki liðsins með skoti utan af kanti. Spurningarmerki má setja við Anton Ara í marki Breiðabliks í þessu marki, staðsetning hans var skrýtin og hann virtist í einskismanns landi.

Blikarnir hresstust aðeins eftir þetta annað mark KR þó án þess að ógna almennilega að marki gestanna. KR-ingar héldu að sama skapi sinni ógn áfram og áttu oft á tíðum alltof auðvelt með að þræða sig upp að vítateig Breiðabliks.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og fór KR því með tveggja marka forskot inn í seinni hálfleikinn.

Meira jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks. Á 61. mínútu hefði Kristján Flóki Finnbogason getað gert út um vonir Blika í leiknum en hann brenndi af góðu færi í markteig Breiðabliks eftir fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni.

Leikurinn var í járnum eftir þetta þar sem að liðin skiptust á að sækja án þess þó að annað mark liti dagsins ljós. Leiknum lauk því með 2-0 sigri KR sem byrja tímabilið af krafti.

Hvað tekur við?

KR tekur á móti KA á föstudaginn næstkomandi. Breiðablik heimsækir Leikni Reykjavík í Breiðholtinu á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning