fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hóf endurkomu sína með FH á sama hátt og hann yfirgaf félagið á sínum tíma

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson, sneri aftur í efstu deild Íslandsmótsins með FH í gær er liðið vann 2-0 sigur á Fylki í fyrstu umferð deildarinnar.

Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu FH sitt annað mark í leiknum eftir frábæra sókn. Hörður Ingi Gunnarsson kom þá með sendingu frá hægri væng á Þóri sem var rétt fyrir utan teig. Þórir vippaði boltanum svo smekklega inn fyrir á Matthías sem skoraði í sínum fyrsta leik í endurkomunni með FH.

Matthías byrjar því þetta seinna skeið sitt með FH eins og hann endaði sitt fyrra skeið í efstu deild en árið 2011, þá í sínum síðasta leik í bili fyrir FH, skoraði Matthías gegn Fylki á Fylkisvellinum í 5-3 sigri FH.

Matthías á að baki Íslandsmeistaratitla með FH, 116 leiki í efstu deild og 38 mörk. Hann er nú snúinn heim aftur úr atvinnumennsku og verður fróðlegt að fylgjast með honum og FH-liðinu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning