fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Sagan endalausa – Fer Neymar aftur til Barca í þetta sinn?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 11:11

Neymar og Kylian Mbappe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æðstu menn hjá Barcelona hafa sett sig í samband við París í þeirri von um að geta fengið Neymar aftur til félagsins frá Paris Saint-German. Greint er frá þessu í spænskum miðlum.

Samningur Neymar, sem kom til PSG frá Barcelona á um 200 milljónir punda árið 2017, rennur út sumarið 2022. Sumarið í ár gæti því orðið vendipunktur fyrir franska liðið, skrifi leikmaðurinn ekki undir nýjan samning.

Neymar hefur verið orðaður við endurkomu á Nývang reglulega frá því að hann fór þaðan. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að hann sé mjög sáttur í París og sagði meðal annars á dögunum að hann væri glaðari nú en á síðustu tímabilum hjá PSG. Þrátt fyrir það halda spænskir miðlar því fram að Brasilíumaðurinn hafi mikinn áhuga á því að snúa aftur til Katalóníu. Þá er einnig talið að Neymar sé ofar á óskalistanum í sumar heldur en Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund, sem hefur einnig verið orðaður við Börsunga.

Fjárhagsstaða Barcelona er ekki talin góð en hjá félaginu binda menn vonir við það að verðmiðinn á Neymar verði ekki of hár í sumar vegna samningsstöðu hans hjá PSG.

Frakkarnir eru þó taldir vongóðir um að Neymar skuldbindi sig við félagið og kroti undir nýjan samning.

Fyrr í vor var Andre Cury, fyrrum umboðsmaður Neymar, til viðtals hjá argentísku blaði. Þar sagði hann að leikmaðurinn myndi snúa aftur til Barca á endanum og leika með Lionel Messi.

,,Fyrir tveimur árum bað Neymar mig formlega um að komast aftur til Barcelona. Við reyndum og vorum virkilega nálægt því að koma honum frá París en vegna  nokkurra smáatriða gekk það ekki upp. (Joan) Laporta (forseti Barcelona) er sá eini sem sameinað þá. Messi fer ekki frá Barcelona. Ég er öruggur með það. Neymar mun spila með Messi aftur, í Barcelona,“ sagði Cury.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins