fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-Deildin: Markalaust í hörkuleik í Kórnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 19:04

Jonathan Hendrickx. Mynd/KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK tók á móti KA í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Úr varð hörkuleikur sem lauk þó með markalausu jafntefli.

Leikurinn fór fremur rólega af stað. Andri Fannar Stefánsson átti skot framhjá marki HK úr ágætis stöðu eftir um stundarfjórðungs leik. HK vildi svo fá víti á 27.mínútu þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fór niður í teig KA eftir viðskipti við Ásgeir Sigurgeirsson.

Það kom töluvert meira líf í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Andri Fannar slapp til að mynda inn fyrir vörn HK þegar 15 mínútur lifðu hálfleiksins eftir stungusendingi frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Guðmundur Þór Júlíusson kom HK-ingum þó til bjargar.

Mikill hiti færðist einnig í leikinn og fengu nokkrar góðar tæklingar að fljúga.

Birkir Valur Jónsson átti svo síðasta markverða færi fyrri hálfleiks þegar skot hans lak framhjá stöng KA-manna.

Lið KA kom af nokkrum krafti inn í seinni hálfleik. Jonathan Hendrickx átti til að mynda flotta fyrirgjöf á Ásgeir Sigurgeirsson sem skaut framhjá. Þá átti Hendrickx sjálfur hörkuskot að marki HK sem Arnar Freyr Ólafsson varði.

Stuttu síðar átti Birnir Snær Ingason fyrirgjöf á Stefan Alexander Ljubicic. Sá síðarnefndi átti bara eftir að setja boltann í markið þegar Rodrigo Gomes kom norðanmönnum til bjargar.

Mikið fjör var í leiknum á þessum tímapunkti og átti Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, hættulega fyrirgjöf meðfram jörðinni fyrir mark HK en því miður fyrir KA rataði boltinn ekki á neinn gulan.

Birnir komst svo í flott færi hinum megin en Brynjar Ingi Bjarnason varðist honum vel.

Best færi leiksins fékk svo Stefan Alexander á 72. mínútu. Hann var þá sloppinn aleinn í gegn á móti Steinþóri Má Auðunssyni, Stubb. Sá síðarnefndi varði þó virkilega vel frá honum.

Þetta var síðasta dauðafæri leiksins. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik sem var þó fjörugur á köflum.

Þess má geta að Valgeir Valgeirsson, sem kom aftur til HK frá Brentford á dögunum, spilaði síðustu tíu mínúturnar í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“