fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

,,Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöfinni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 10:00

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-0 tap gegn Val í gær. Hann ræddi þar um góðan fyrri hálfleik sinna manna en einnig dómaraákvarðanir sem hann taldi hafa fallið með Val.

,,Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöfinni,“ sagði Jóhannes eftir leik.

Skagamenn áttu góðan fyrri hálfleik í gær, pressuðu vel á Valsmenn og gáfu þeim lítið pláss. Valur setti þó í annan gír í seinni hálfleik og kláraði leikinn. Ekki hjálpaði það ÍA að missa Ísak Snæ Þorvaldsson af velli með tvö gul spjöld. Nánar má lesa um leikinn hér. 

,,Mér fannst dómari leiksins dæma leikinn vel og hef ekkert út á þá að setja sem tríó en mér fannst fyrsta gula spjaldið sem Ísak Snær fékk, hann kemur ekki við Patrick Pedersen og hann hendir sér upp, leggst í jörðina og vælir út gult spjald. Haukur Páll gerir svipað, hendir sér eitthvað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már eiga að fá gult spjald þegar hann hjólar í Árna þegar við erum að reyna að komast í hraða sókn. Eftir að við missum Ísak út af var þetta virkilega erfitt,“ sagði Jóhannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning