fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gummi Ben hefur unnið með Gary Martin og hefur þetta að segja

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 07:00

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, var í gær gestur hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpsþættinum Dr.Football. Þar tjáði hann sig meðal annars um það hvernig það er að þjálfa Gary Martin.

Gary hefur verið mikið í umræðunni í vikunni eftir að hafa verið rekinn frá ÍBV. Brottrekstur hans kom í kjölfar þess að hann tók upp myndband af nöktum liðsfélaga sínum í búningsklefa liðsins án samþykkis leikmannsins. Gary hefur nú samið við Selfoss.

,,Það er mjög krefjandi, það er einhver ástæða fyrir því að Gary Martin á erfitt með að haldast einhvers staðar,“ sagði Guðmundur er hann var spurður út í hvernig það er að þjálfa Gary. Hann var aðstoðarþjálfari hjá KR þegar leikmaðurinn spilaði þar.

Guðmundur talaði þá einnig um að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafi getað ráðið við hann. ,,Rúnar virtist hafa eitthvað tak á Gary Martin sem gekk upp.“ 

Hjörvar spurði Guðmund svo nánar út í það af hverju það er krefjandi að þjálfa Gary.

,,Ég held að þú þurfir að henda býsna mörgum prinsippum, þjálfaraprinsippum hjá þér, út um gluggan til þess að sætta þig við hvernig Gary Martin er sem leikmaður og þess háttar. Ég held að það sé óþarfi að ég fari eitthvað nánar út í það.“

Eins og segir hér ofar þá hefur Gary samið við Selfoss og mun taka slaginn með þeim í Lengjudeildinni í sumar.

Smelltu hér til að hlusta á Dr.Football. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað