fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Segir frá tíu leikmönnum sem hann bað United um að kaupa – Fengu ekki einn af þeim

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 09:30

Louis van Gaal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal er enn að jafna sig á því að hafa verið rekinn frá Manchester United árið 2016 en það var hans síðasta starf í fótboltanum. Van Gaal var rekinn eftir tvö ár í starfi.

Van Gaal segir nú frá því að hann hafi beðið stjórn félagsins um að kaupa tíu leikmenn á þessum tíma en félaginu mistókst í öllum tilfellum.

„Ég vildi fá Lewandowski en þegar það reyndist erfitt þá vildi ég fá Higuain. Áður en ég kom bað ég stjórnina um að kaupa Neymar, ef þú ert hjá Manchester United þá verður þú að hugsa stórt,“ sagði Van Gaal.

„Hann var áhugaverður kostur og félagið hefði selt mikið af treyjum. Ég vildi snögga kantmann og sökum þess vildi ég fá Sadio Mane og Riyad Mahrez.“

„Thomas Muller var á óskalista mínum, ég vildi fá N´Golo Kante á miðsvæðinu. Ég reyndi meira að segja að fá James Milner, hann var gamall en fjölhæfur.“

„Í varnarlínuna vildi ég fá Mats Hummels og Sergio Ramos, varnarlína okkar var ekki nógu sterk í að hefja sóknir.Ð

„Þetta voru mennirnir sem ég vildi fá en við fengum ekki neinn af þeim, ég veit ekki af hverju. Þegar ég fór þá fóru Mahrez og Kante til Manchester City og Chelsea en United gat ekki fengið þá. Það er skrýtið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Markalaust í fyrsta leik dagsins

England: Markalaust í fyrsta leik dagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Í gær

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal