Mino Raiola umboðsmaður Erling Haaland er byrjaður að hóta Borussia Dortmund til þess að reyna að fá það í gegn að Dortmund selji hann í sumar.
Dortmund vonast til þess að halda í Haaland en vilji félagið fá væna summu fyrir hann, þarf félagið að selja hann í sumar.
Sumarið 2022 kemur klásúla upp í samningi Haaland og getur hann farið fyrir 65 milljónir punda, Raiola notar þessa klásúlu til að hóta Dortmund.
Samkvæmt erlendum miðlum hefur Raiola hótað forráðamönnum Dortmund því að ef Haaland verði ekki seldur í sumar, fari hann til FC Bayern sumarið 2022.
Dortmund getur ekki gert neitt í málinu sumarið 2022 ef Bayern er tilbúið að borga upphæðina, félagið vill helst ekki sjá fleiri stjörnur fara til Bayern.
Fjöldi liða vill kaupa Haaland í sumar og vonast Raiola til þess að geta komið norska framherjanum í nýtt félag.