Daniel Ek mun á allra næstu dögum leggja fram formlegt tilboð í Arsenal, enskir miðlar segja að Ek muni bjóða 1,8 milljarð punda í fyrstu tilraun. Talið er að Stan Kroenke eigandi félagsins hafni því.
Daniel Ek, sænskur stofnandi og eigandi tónlistarstreymisveitunnar Spotify hefur lýst formlega yfir því að hann vilji kaupa félagið.
Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Stan Kroenke, eigandi liðsins, hverfi á braut. Mótmælt hefur verið fyrir utan heimavöll félagsins í kjölfar þess að Kroenke tók þátt í því að reyna að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Sú hugmynd fór þó í vaskinn á dögunum.
Nú hefur Ek, sem metinn er á 4,7 milljarða bandaríkjadala, sagt að hann sé tilbúinn til þess að reyna að kaupa Arsenal ef að Kroenke hyggst selja. Þá tók Ek fram að hann hafi stutt liðið allt sitt líf.
Með Ek í liði eru Thierry Henry, Patrick Vieira og Dennis Bergkamp sem styðja kaup hans á félaginu.