fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Heimir býst við mikilli samkeppni í sumar og segir eitt lið hafa flogið undir radarnum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 21:00

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut á mánudaginn.

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun og Valsmenn hafa titil að verja í Pepsi-Max deild karla. Heimir býst við harðri samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Hann býst við því að KR-ingar verði sterkari en búist er við. Liðið hefur að hans mati siglt undir radarnum í vetur.

„Ég held að þetta séu svipuð lið en KR-ingarnir verða hrikalega sterkir að því leytinu til að það gekk illa hjá þeim á síðasta tímabili. Þeir komust ekki í Evrópukeppni og þessir menn sem eru þar, reynslumestu mennirnir, Pálmi og Óskar, ég tel að þeir muni ekki láta þetta gerast aftur.“

„Þjálfaranum líður vel, hann er búinn að vera undir radarnum. Ég er búinn að sjá KR-ingana spila og þeir líta vel út. Ég held að þeir verði sterkir.“

Rúnar Kristinsson er þjálfari KR / Mynd: Anton Brink

Talið er að Breiðablik, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, muni veita Valsmönnum mestu samkeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

„Svo ertu með Blikana, þeir tala þannig sjálfir að þeir ætla sér að vinna titilinn, fleiri en einn og það er jákvætt. Þeir hafa eins og alltaf verið frábærir á undirbúningstímabilinu.“

„Óskar Hrafn er klókur og góður þjálfari. Þeir eru í mjög góðu formi en svo er þetta spurning um andlega þáttinn. Þeir fá alvöru verkefni í fyrsta leik, KR. Þeim leiðist ekkert að spila á móti Blikunum, þeir fá alvöru prófraun í fyrsta leik og það verður fróðlegt að sjá hvort þeir standist það.“

„Svo ertu með Stjönuna og FH sem er með Matta Vill og Steven Lennon frammi, það segir sig sjálft að það er alvöru dæmi.“

Heimir hélt áfram að telja upp lið í deildinni og af hans orðum að dæma er deildin sterkari en á síðasta tímabili. Valsmenn unnu deildina í fyrra með miklum yfirburðum en Heimir segir alltaf erfiðara að verja titilinn heldur en að sækja hann.

„Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að sækja hann. Þegar að ég kem í Val, hafði liðið endað í 6. sæti og menn voru staðráðnir í að snúa genginu við. Það gerir hlutina auðveldari. Svo vinnst titillinn í fyrra og þá þarf nátturulega að reyna sækja  titilinn aftur og maður þarf að nota þessar tilfinningar sem berjast um í brjóstinu á mönnum. Vilja menn fara aftur til baka til ársins 2019? Eða vilja menn vera á staðnum sem liðið var á árið 2020?“

„Þegar að þú ert í þessari íþrótt og sérð þennan mun þá munu klókir leikmenn átta sig á þessu og þá er góður möguleiki á að halda áfram að vinna leiki. Það er nú samt alltaf þannig að þegar að þú ert meistari þá ertu með liðið sem allir vilja vinna.“

Viðtalið við Heimi og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu