Stuðningsmenn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni kjósa nú um besta leikmann í sögu félagsins í gengum vefsíðuna Ranker.
Eiður Smári Guðjohnsen er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins ef marka má listann en hann situr þegar þetta er skrifað í ellefta sæti.
Eiður Smári lék með Chelsea frá árunum 2000 til 2006 og varð í tvígang enskur meistari með félaginu. Hann yfirgaf félagið og gekk í raðir Barcelona.
Frank Lampard fyrrum leikmaður og stjóri félagsins er efstur í kjörinu en Eiður Smári er fyrir ofan Jimmy Floyd Hasselbaink og fleiri góða menn.