fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Úr réttarsal: Neitar því að hafa skallað unnustu sína og lokað hana af í þrjú ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs lýstir yfir sakleysi sínu þegar hann settist í réttarsal í Manchester í morgun og svaraði fyrir ákærur á hendur sér.

Giggs hafnaði því að hafa skallað Kate Greville fyrrum unnustu sína í nóvember á síðasta ári, Giggs var handtekinn á heimili þeirra skömmu eftir meint atvik.

Giggs er einnig ákærður fyrir að hafa nánast lokað Greville af í þrjú ár, hann er sakaður um að hafa niðurlægt hana ítrekað og stjórnað öllu í lífi hennar. Hann er sakaður um að hafa lokað á tengsl hennar við vini og fjölskyldu með ógnandi hegðun.

Hann hafnaði þessu í einu öllu, þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa lagt hendur á systur hennar en hann hafnar því.

Ósætti þeirra þetta sunnudagskvöld í nóvember á að hafa byrjað þegar Greville sakaði Giggs um framhjáhald. Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboðin með því að fara í iPad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester.

Enska götublaðið Daily Mail greindi frá því að Greville hafi sakað Giggs um framhjáhald og að hann hafi í framhaldinu lagt hendur á hana. Parið hafði verið að drekka saman í miðborg Manchester þegar þau komu heim.

Giggs mætir aftur í réttarsal í maí þegar málið heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands