fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ölvaðir menn réðust á heimili Ed Woodward

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 17:00

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ölvaðra stuðningsmanna Manchester United réðst að heimili Ed Woodward stjórnarformanns félagsins í síðustu viku. Fjöldi fréttamiðla í Englandi segir frá málinu.

Stuðningsmennirnir mættu fyrir utan heimili Woodward í úthverfi Manchester, eru þeir sagðir hafa unnið smávægileg skemmdarverk á hliði og veggjum sem girða heimilið af.

Atvikið átti sér sama stað og stuðningsmenn réðust inn á æfingasvæði félagsins, ástæðan fyrir þessu er Ofurdeildin sem átti að fara í loftið og reiði í garð Glazer fjölskyldunnar sem á félagið.

Þetta er í annað sinn sem ráðist er á heimili Woodward en hann hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu síðar á þessu ári.

Ekki er vitað hvort Woodward hafi verið heima hjá sér í Manchester en hann eyðir mestum tíma á skrifstofu félagsins í London en þar býr fjölskylda hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er