fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Meistaradeildin: City í góðum málum fyrir seinni leikinn

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn endaði með 1-2 sigri gestanna og Manchester City fer með mikilvæg útivallamörk í seinni leikinn.

Áhorfendur bjuggust við skemmtilegum og opnum leik þessara sóknarsinnuðu liða og þau svöruðu kallinu. Leikmenn PSG spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og áttu mörg hættuleg færi. Marquinhos braut ísinn fyrir heimamenn þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með skalla eftir hornspyrnu. Leikmenn Manchester City voru nokkuð ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik og buðu ekki upp á mikið.

Gestirnir voru líflegri í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 65. mínútu. Þá leit út fyrir að Kevin De Bruyne ætlaði að senda boltann fyrir inn í teig, Navas bjóst við að einhver myndi fara í boltann og áttaði sig of seint á í hvað stefndi þegar boltinn sveif í markið.

Fimm mínútum síðar kom Mahrez gestunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem fór í gegnum varnarvegg PSG. Á 77. mínútu fékk Gueye beint rautt spjald fyrir ruddalegt brot á Gundogan. Eftir rauða spjaldið róaðist leikurinn aðeins og ekki voru fleiri mörk skoruð.

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku á heimavelli Manchester City og þá verður ljóst hvort liðið tryggir sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

PSG 1 – 2 Manchester City
1-0 Marquinhos (´15)
1-1 De Bruyne (´64)
1-2 Mahrez (´71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands