fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eiginkona Thiago Silva lætur liðsfélaga hans heyra það

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 13:08

Thiago Silva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Thiago Silva leikmanns Chelsea hefur blandað sér í mál sem verið hefur á milli tannanna á fólki. Real Madrid tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna.

Chelsea byrjaði leikinn af krafti og átti Timo Werner dauðafæri sem hann klúðraði strax í byrjun leiks. Pulisic braut ísinn fyrir gestina þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með flottu marki eftir sendingu frá Rudiger. Eftir markið héldu gestirnir áfram að sækja en það var Benzema sem jafnaði metin eftir hálftíma leik þvert gegn gangi leiksins. Síðari leikurinn eftir viku fer svo fram á Englandi.

Timo Werner framherji Chelsea fékk dauðafæri í leiknum til þess að skora en hann hefur ekki verið heitur fyrir framan markið. Werner hefur klúðrað dauðafærum reglulega.

Isabelle eiginkona Silva birti myndbönd á Instagram yfir leiknum en hefur nú eytt þeim. „Í hverju einasta liði sem við erum í eru framherjar sem klúðra svona færum. Þessi Werner, hvað heitir hann?,“ sagði Isabelle.

„Við þurfum mark, við þurfum að vinna þennan leik en framherjinn vill ekki skora. Ég veit ekki af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er