fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Eiginkona Thiago Silva lætur liðsfélaga hans heyra það

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 13:08

Thiago Silva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Thiago Silva leikmanns Chelsea hefur blandað sér í mál sem verið hefur á milli tannanna á fólki. Real Madrid tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna.

Chelsea byrjaði leikinn af krafti og átti Timo Werner dauðafæri sem hann klúðraði strax í byrjun leiks. Pulisic braut ísinn fyrir gestina þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með flottu marki eftir sendingu frá Rudiger. Eftir markið héldu gestirnir áfram að sækja en það var Benzema sem jafnaði metin eftir hálftíma leik þvert gegn gangi leiksins. Síðari leikurinn eftir viku fer svo fram á Englandi.

Timo Werner framherji Chelsea fékk dauðafæri í leiknum til þess að skora en hann hefur ekki verið heitur fyrir framan markið. Werner hefur klúðrað dauðafærum reglulega.

Isabelle eiginkona Silva birti myndbönd á Instagram yfir leiknum en hefur nú eytt þeim. „Í hverju einasta liði sem við erum í eru framherjar sem klúðra svona færum. Þessi Werner, hvað heitir hann?,“ sagði Isabelle.

„Við þurfum mark, við þurfum að vinna þennan leik en framherjinn vill ekki skora. Ég veit ekki af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni