fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

De Bruyne: „Markið var veruleg heppni“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og endaði leikurinn með 1-2 sigri gestanna. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn í næstu viku á Etihad og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að City er í kjörstöðu með tvö útivallarmörk. Kevin De Bruyne var ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik:

„Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Við byrjuðum ágætlega og spiluðum vel fyrstu tíu en PSG er frábært lið með mikil gæði fremst á vellinum. Við fengum á okkur vont mark. Eftir það fékk PSG nokkur hálffæri. Eftir 25 mínútna leik breyttum við pressunni okkar og urðum betri,“ sagði De Bruyne við BT sport eftir leik.

„Seinni hálfleikurinn var miklu miklu betri. Við settum pressu á þá. Fyrrra markið var veruleg heppni en við spiluðum vel og áttum þetta skilið.“

Leikmenn City voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik en komu frábærir út í þann seinni. Hvað hafði Pep að segja við liðið í hálfleik?

„Bara að spila meira með boltann. Í fyrri hálfleik vorum við að drífa okkur og fara of snemma fram sem var ekki í skipulaginu. Í seinni hálfleik vorum við þolinmóðari. Það er gríðarlega erfitt að keppa á móti þessu liði.“

De Bruyne skoraði jöfnunarmark City en það leit frekar illa út fyrir Navas í markinu.

„Þetta er erfitt fyrir markmanninn þar sem hann býst við að einhver komi við boltann en svona er þetta stundum. Við héldum áfram og uppskárum annað mark. Riyad spurði mig hvort hann mætti taka aukaspyrnuna og ég sagði „ já ef þú trúir á þig“ og svo skoraði hann og þá get ég ekkert sagt.“

„Seinni leikurinn er eftir og við þurfum að einbeita okkur að honum“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina