FC Bayern hefur staðfest að Julian Nagelsmann taki við þjálfun liðsins í sumar, þessi 33 ára þjálfari hefur skrifað undir fimm ára samning.
Hann varð dýrasti þjálfari sögunnar en Bayern borgar 25 milljónir fyrir evra fyrir Nagelsmann.
Hansi Flick hafði óskað eftir því að hætta sem þjálfari Bayern í sumar, hann er líklega að taka við þýska landsliðinu.
Nagelsmann er 33 ára gamall en hann er talinn einn allra efnilegasti þjálfari í heimi. Nagelsmann var áður þjálfari Hoffenheim en tók við Leipzig árið 2019.
Hann er miklu dýrari en það þegar Chelsea keypti Andre Villas-Boas frá Porto 2011. Brendan Rodgers kostaði Leicester líka væna upphæð.
Dýrustu þjálfarar sögunnar:
5. Jose Mourinho, Inter Milan til Real Madrid, €8 milljónir
4. Rúben Amorim, Braga til Sporting, €10 milljónir
3. Brendan Rodgers, Celtic til Leicester City, €10.5 miljjónir
2. Andre Villas-Boas, Porto til Chelsea, €15 milljónir
1. Julian Nagelsmann, Red Bull Leipzig til Bayern Munich, €25 milljónir