fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Tuchel: „Ég var mjög vonsvikinn í hálfleik“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Chelsea spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en nýtti færin ekki nægilega vel. Tuchel var nokkuð ánægður með sína menn eftir leik:

„Við byrjuðum leikinn frábærlega með miklum gæðum og hugrekki. Við áttum skilið að vinna fyrri hálfleikinn þar sem við áttum mikið af góðum færum. Því miður skoruðu þeir úr föstu leikatriði en þeir fengu engin önnur tækifæri. Við leyfðum þeim ekkert að gera,“ sagði Thomas Tuchel í viðtali við BT Sport eftir leik.

„Ég var mjög vonsvikinn með stöðuna í hálfleik. Við urðum að vera rólegir og passa að missa ekki sjálfstraustið. Seinni hálfleikur var mjög taktískur og maður sá að við vorum þreyttir. Við höfðum aðeins nokkra daga til að jafna okkur eftir erfiðan útileik. Við verðum að lifa við stöðuna 1-1.“

„Við áttum skilið að skora þetta mark og hefðum átt að skora eitt mark í viðbót að minnsta kosti. Við fengum á okkur mark upp úr engu og það getur alltaf gerst þegar við spilum á móti leikmönnum með svona einstaklingsgæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota