Real Madrid tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea, kom inná fyrir Real Madrid á 66. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Kappinn hefur verið mikið meiddur síðan hann kom frá Chelsea en nú er farið að birta til hjá honum:
„Ég er bara að koma mér í gang hægt og rólega. Að sjálfsögðu vil ég spila. Ég spilaði aðeins meira í dag en síðast og við eigum eftir leiki í lok leiktíðar sem ég þarf að vera tilbúinn í. Ég er bara glaður að vera farinn að spila aftur.“
Þegar Hazard var spurður um möguleika Real Madrid gegn sínu gamla félagi í næsta leik þá hafði hann þetta að segja:
„Staðan gæti verið betri en hún gæti líka verið verri. Við munum reyna að sækja sigur.“
„Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Nú er ég leikmaður Real Madrid og ég vil bara vinna þar sem ég er.“